Þjónusta við kaupendur
Almenn upplýsingagjöf
FMÍS leitast við að miðla upplýsingum um fyrirsjáanlegar landanir, bæði hér á vefnum og símleiðis. Við leggjum mikið upp úr góðu sambandi við viðskiptavini okkar og reynum að veita allar upplýsingar sem okkur er fært að veita.
Frágangur á fiski
Við göngum frá fiskinum að loknu uppboði eftir óskum kaupandans, t.d. með því að bæta við ís.
Stærðarflokkun
FMÍS hefur vélbúnað til að stærðarflokka bolfisk í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, og Stykkishólmi. Notaðir eru stærðarflokkar Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér. Gjald er tekið fyrir stærðarflokkun, sjá gjaldskrá.
Slæging
FMÍS býður seljendum og kaupendum slægingu á bolfiski í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Skagaströnd og Stykkishólmi.
Allur fiskur er greinilega merktur kaupanda að loknu uppboði og gerður tilbúinn til afhendingar. Kaupandi getur óskað þess að tilteknar fisktegundir fái ávallt sömu meðferð, t.d. slægingu, að loknu uppboði.
Flokkunar- og slægingarstöð FMÍS hefur hlotið rekjanleikavottun MSC (MSC-C-55750), allur fiskur sem er MSC vottaður fyrir slægingu er því áfram MSC vottaður eftir slægingu.
Gæðatrygging
Stærðarmat og hitastigsmælingar
Við reiknum meðalstærð með úrtaksmælingu og mælum hitastig í holdi fisksins ef kaupandi óskar þess.
Rekjanleiki
Skráning á númerum fiskkara tryggir að þótt búið sé að afhenda fisk að loknu uppboði má rekja hann til bátsins sem honum var landað úr.
Viðbrögð við frávikum
Fiskur er vandmeðfarinn og því hætta á að upp komi atvik sem krefjast leiðréttingar. FMÍS leitast við að ljúka öllum slíkum málum á sanngjarnan og fljótlegan hátt. Nauðsynlegt er að hefja slíkt ferli í athugasemdakerfi Reiknistofu fiskmarkaða sem heldur utan um kvartanaskráningar, eigi síðar en 24 klst frá sölu. Gerð er sú krafa að kaupendur skili viðeigandi gögnum til stuðnings við kvörtun og úrvinnslu. FMÍS áskilur sér rétt til að hafna kvörtunum án skoðunar ef gögnum/myndum er ekki skilað inn eða ef kvörtun berst of seint miðað við framangreindar forsendur.
Það er alltaf á ábyrgð kaupenda að sjá til að fiskur sé sóttur.
Gæðakerfi
FMÍS notar HACCP gæðakerfi sem nær til hreinlætiseftirlits, þrifaáætlana, eftirlits með hráefnisgæðum og meindýraeftirlits.
Verklagsreglur
Til að tryggja framkvæmd og gæði flokkunar- og slægingarþjónustu hefur FMÍS gefið út verklagsreglur þar sem fram kemur hvernig skuli staðið að því að panta flokkunar- og slægingarþjónustu, hvernig fiski skuli skilað og hann afhentur þannig að rekjanleiki afla verði tryggður. Sjá verklagsreglurnar hér. Eyðublöð sem vísað er til í reglunum má nálgast hér.
Kaupviðskipti við FMÍS
Þeir sem ekki hafa átt viðskipti áður við FMÍS þurfa fyrst að stofna reikning hjá Reiknistofu fiskmarkaða og gera grein fyrir bankaábyrgð. Síðan þarf að setja upp hugbúnað Reiknistofunnar á tölvu kaupandans. Að auki þarf kaupandinn að semja við flutningsaðila um flutning á fiskinum frá starfsstöð FMÍS og tilkynna hver flutningsaðilinn er.
Afhendingar- og skilastaður kera
sem eru í eigu Umbúðamiðlunar ehf
Keraleiga hefst við afhendingu til leigutaka, eftir atvikum:
1. við sérhver kaup á hráefni til vinnslu á fiskmarkaði eða þriðja aðila.
2. hjá umboðsaðila leigusala, t.d. fiskmarkaði eða samstarfsaðila.
3. í húsnæði leigusala í Reykjavík.
4. það er komið í vörslu leigutaka eða flutningsaðila á hans vegum.
5. samkvæmt ákvörðun leigusala hverju sinni.
Hinum leigðu kerum skal skilað hreinum og tilbúnum í næstu leigu:
1. á sama stað og þau voru afhent.
2. á fiskmarkað í umdæmi leigutaka, að fengnu samþykki leigusala í hvert sinn sem skilað er.
3. til viðskiptavina leigusala þar sem þörf er á hverju sinni, að fengnu samþykki leigusala í hvert sinn sem skilað er.
Annað við keraskil:
· Allan kostnað vegna flutninga á kerjum greiðir leigutaki enda er flutningsaðila hans skylt að skila tómum kerjum á sama stað og ferð hófst samanber ofangreint.
· Ef keri er skilað óhreinu skal leigutaki greiða fyrir þvott á kerinu, samkvæmt gjaldskrá leigusala hverju sinni.
· Ef keri er ekki skilað sama dag og leigu lýkur skal leigutaki greiða fyrir smölun á kerinu, samkvæmt gjaldskrá leigusala hverju sinni.
Gjaldskrá kaupenda
Eftirfarandi gjaldskrá gildir frá og með
20. október 2023.
Kaupendagjald............................................... 0,99% af aflaverðmæti
Afgreiðslugjald...............................................2,5 kr/kg
Gámafrágangur o.fl........................................5,7 kr/kg
Endurvigtun.....................................................4,12 kr/kg
Slæging
Hrogn og lifur úr þorski er selt í nafni þess sem lætur slægja.
Þorskur, 0 - 2 kg...........................................18,00 kr/kg
Þorskur, 2 - 8 kg...........................................14,00 kr/kg
Þorskur, 8+ kg...............................................13,00 kr/kg
Netafiskur
Netafiskur.......................................................13,00 kr/kg
Aðrar tegundir
Allar tegundir annað en þorskur..............18,00 kr/kg
Allar tegundir - undirmál...........................19,00 kr/kg
Flokkun
Þorskur..............................................................4,12 kr/kg
Ýsa.......................................................................5,15 kr/kg
Eyðublöð
Hér eru tvö eyðublöð:
BEIÐNI UM ÞJÓNUSTU er notað þegar óskað er eftir þjónustu FMÍS áður en aflinn hefur verið vigtaður.
UPPLÝSINGAR UM AFLA er notað þegar aflinn er kominn í land og búið að vigta.
Bæði eyðublöðin eru gagnvirk á vefnum og senda innslegnar upplýsingar til notandans og FMÍS í tölvupósti. Eyðublöðin henta vel fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.