Stjórn Fiskmarkaðs Íslands hf. hefur tekið ákvörðun um að gera umtalsverðar breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins.

Megin markmið breytinganna eru að hver tekjuliður endurspegli sem næst þann tilkostnað sem til verður við að veita þjónustuna.

Í megin dráttum hefur gjaldskrá verið óbreytt allt frá stofnun félagsins 1991 og því ljóst að margt hefur tekið breytingum í rekstrarumhverfi fiskmarkaða síðan þá. Flestir liðir í gjaldskrá félagsins sem snúið hafa að ákveðinni krónutölu á pr. selt kg. hafa verið óbreyttir um langan tíma.

Megin breytingin felst í að söluþóknun er lækkuð úr 4% af aflaverðmæti í 2% af aflaverðmæti. Gjaldaliðir svo sem löndun, vigtun og móttökugjald eru hækkaðir og eiga að endurspegla þann tilkostnað sem til verður við að veita þjónustuna.

Afgreiðslugjald sem tekið er af kaupendum á pr. kg. er hækkað til samræmis við móttökugjald seljenda enda verið að veita sambærilega þjónustu með sama tilkostnaði.

Einnig er sett á nýtt gjald „kaupendagjald“ sem verður 0,65% af verðmæti á keyptum afla og eru rökstuðningur þessa gjalds með sama hætti og aðrar breytingar á gjaldskrá félagsins þ.e. að tekið skal gjald fyrir veitta þjónustu sem endurspeglar sem næst þann tilkostnað sem af því hlýst að veita þjónustuna.

Breytingar þessar er hér með kynntar og munu taka gildi þann 10. Janúar 2014.

 

Framkvæmdastjóri

Páll Ingólfsson

Fiskmarkaður Íslands hf. í Ólafsvík verður opinn um helgar, að undanskilinni Verslunarmannahelginni, á laugardögum og sunnudögum frá kl. 16:00 til kl. 20:00.

Ekki verður boðið uppá flokkun né slægingu um helgar.

Fiskmarkaður Íslands fól IFS Greiningu nýlega að gera úttekt á áhrifum fumvarpanna um sjávarútveg sem nú liggja fyrir þingi. Í skýrslunni er farið yfir þróun sjávarútvegsins, helstu atriði í frumvörpunum, fjárhag sjávarútvegsins og loks tengsl við fiskmarkaði og byggðasjónarmið.

Fremst í skýrslunni er greinargott yfirlit um helstu niðurstöður. Þar kemur meðal annars fram að ef samþjöppun eykst í greininni megi allt eins gera ráð fyrir því að rekstrarforsendur fiskmarkaða versni frá því sem nú er þar sem enn erfiðara verður að fá seljendur fisks til að selja hann gegnum markaði.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.

Frá og með 9. júní verður lokað um helgar í öllum útibúum Fiskmarkaðs Íslands hf.
Byrjað verður að taka á móti fiski um helgar 1. september. 

Vegna árshátíðar starfsfólks verður einnig lokað föstudaginn 24. ágúst 2012.

Framkvæmdastjóri.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is