Stjórn Fiskmarkaðs Íslands hf. hefur tekið ákvörðun um að gera umtalsverðar breytingar á gjaldskrá fyrirtækisins.

Megin markmið breytinganna eru að hver tekjuliður endurspegli sem næst þann tilkostnað sem til verður við að veita þjónustuna.

Í megin dráttum hefur gjaldskrá verið óbreytt allt frá stofnun félagsins 1991 og því ljóst að margt hefur tekið breytingum í rekstrarumhverfi fiskmarkaða síðan þá. Flestir liðir í gjaldskrá félagsins sem snúið hafa að ákveðinni krónutölu á pr. selt kg. hafa verið óbreyttir um langan tíma.

Megin breytingin felst í að söluþóknun er lækkuð úr 4% af aflaverðmæti í 2% af aflaverðmæti. Gjaldaliðir svo sem löndun, vigtun og móttökugjald eru hækkaðir og eiga að endurspegla þann tilkostnað sem til verður við að veita þjónustuna.

Afgreiðslugjald sem tekið er af kaupendum á pr. kg. er hækkað til samræmis við móttökugjald seljenda enda verið að veita sambærilega þjónustu með sama tilkostnaði.

Einnig er sett á nýtt gjald „kaupendagjald“ sem verður 0,65% af verðmæti á keyptum afla og eru rökstuðningur þessa gjalds með sama hætti og aðrar breytingar á gjaldskrá félagsins þ.e. að tekið skal gjald fyrir veitta þjónustu sem endurspeglar sem næst þann tilkostnað sem af því hlýst að veita þjónustuna.

Breytingar þessar er hér með kynntar og munu taka gildi þann 10. Janúar 2014.

 

Framkvæmdastjóri

Páll Ingólfsson


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is