Stærðarmat og hitastigsmælingar

Við reiknum meðalstærð með úrtaksmælingu og mælum hitastig í holdi fisksins ef kaupandi óskar þess.

Rekjanleiki

Skráning á númerum fiskkara tryggir að þótt búið sé að afhenda fisk að loknu uppboði má rekja hann til bátsins sem honum var landað úr.

Viðbrögð við frávikum

Fiskur er vandmeðfarinn og því hætta á að upp komi atvik sem krefjast leiðréttingar. FMÍS leitast við að ljúka öllum slíkum málum á sanngjarnan og fljótlegan hátt. Eðlilegt er að hefja slíkt ferli í athugasemdakerfi Reiknistofu fiskmarkaða.

Gæðakerfi

FMÍS notar HACCP gæðakerfi sem nær til hreinlætiseftirlits, þrifaáætlana, eftirlits með hráefnisgæðum og meindýraeftirlits.

Verklagsreglur

Til að tryggja framkvæmd og gæði flokkunar- og slægingarþjónustu hefur FMÍS gefið út verklagsreglur þar sem fram kemur hvernig skuli staðið að því að panta flokkunar- og slægingarþjónustu, hvernig fiski skuli skilað og hann afhentur þannig að rekjanleiki afla verði tryggður. Sjá verklagsreglurnar hér. Eyðublöð sem vísað er til í reglunum má nálgast hér.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is