STARFSKJARASTEFNA FISKMARKAÐS ÍSLANDS HF.

Eftirfarandi starfskjarastefna Fiskmarkaðs Íslands hf. hefur verið samin í samræmi við 79. Gr. A. laga nr. 2/1995, um hlutafélög.

1. gr. markmið

Markmið Fiskmarkaðs Íslands hf. er að laða að og halda í hæft starfsfólk sem hentar hlutverki og starfsemi félagsins. Það er einnig markmið félagsins með stefnunni að veita hluthöfum og öðrum er hagsmuna hafa að gæta upplýsingar um starfskjör stjórnenda og starfsmanna félagsins.

2. gr. starfskjör stjórnarmanna

Stjórnarmönnum Fiskmarkaðs Íslands hf. skulu greidd laun skv. ákvörðun aðalfundar félagsins ár hvert. Stjórn félagsins skal gera tillögu um þóknun fyrir yfirstandandi starfsár og skal í þeim efnum taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn vörðu til starfans, þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins. Þóknunin er greidd mánaðarlega.

3. gr. starfskjör stjórnenda

Stjórn gerir skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Íslands hf. og semur um starfskjör við hann skv. starfskjarastefnu þessari.
Framkvæmdastjóri gerir skriflega ráðningarsamninga við aðra stjórnendur félagsins og semur um kjör þeirra skv. starfskjarastefnu þessari og kjarasamningum.
Við ákvörðun starfskjara skulu stjórn og framkvæmdastjóri gæta þess að starfskjör stjórnenda taki mið af samræmingu starfskjara innan félagsins.

4. gr. árangurstengdar greiðslur

Félagið hefur það ekki í starfskjarastefnu sinni að gera slíka samninga

5. gr. ýmis starfskjör

Heimilt er að veita stjórnendum og starfsmönnum afnot af búnaði sem nýtist og tengist starfi viðkomandi, s.s. farsíma og fartölvu.
Stjórn getur veitt stjórnendum bifreiðar til afnota í starfi.
Félagið greiðir ekki viðbótargreiðslur, þ.e. umfram skyldur félagsins skv. lögum og kjarasamningum, vegna séreignarlífeyrissparnaðar stjórnenda né starfsmanna.

6. gr. starfslok

Það er stefna félagsins að gera ekki sérstaka starfslokasamninga við stjórnendur né starfsmenn félagsins umfram skyldur félagsins skv. lögum og kjarasamningum.
Framkvæmdastjóra félagsins er þó heimilt að gera samninga um starfslok við stjórnendur og starfsmenn þjóni það hagsmunum félagsins. Slíka samninga skal ávalt bera undir stjórn til samþykktar.

7. gr. samþykkt, endurskoðun og upplýsingagjöf

Stjórn skal veita upplýsingar á aðalfundi félagsins um starfskjör stjórnar og framkvæmdastjóra félagsins.
Ef breytingar eru gerðar á starfskjarastefnu þessari skal hún þá að nýju borin fram til samþykktar eða synjunar á aðalfundi félagsins.
Starfskjarastefnan er leiðbeinandi fyrir stjórn félagsins.
Starfskjarastefnuna skal kynna fyrir starfsfólki Fiskmarkaðs Íslands hf og birta á heimasíðu félagsins.
Starfskjarastefna Fiskmarkaðs Íslands hf. er sett skv. lögum nr. 2/1995 um hlutafélög.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is