Fiskmarkaður Íslands er brú á milli útgerðar og fiskvinnslu. Hann miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þá yfirfærslu. Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins.

Fiskmarkaður Íslands stuðlar að jafnvægi og stöðugleika í íslenskum sjávarútvegi með því að uppfylla ólíkar þarfir viðskiptavina sinna. Hann tryggir að útgerðir geti selt veiddan fisk og að vinnsluaðilar fái fisk  til vinnslu, á öruggan og hagkvæman hátt.  Fiskmarkaðurinn treystir með því starfsskilyrði sjávarútvegs vítt og breitt um landið og hefur mikil samfélagsleg áhrif.

Fiskmarkaður Íslands leggur áherslu á gæði, sem felast m.a. í vönduðum vinnubrögðum við meðhöndlun fisks og upplýsingagjöf. Starfsemi fyrirtækisins byggist á fyrsta flokks þjónustu og traustu sambandi við viðskiptavinina.


 
 
 
 
 

Fiskmarkaður Íslands - Norðurtanga - 355 Ólafsvík - Sími 430 3700 - fmis@fmis.is